Klafastaðir

Bygging á Tengivirki fyrir Landsnet. Verkið felst í byggingu á 590m2 stálgrindarhúsi með 150m2 steyptum kjallara, lagning aðkomuvegar og frágangur lóðar, staðsett á Klafastöðum
við iðnaðarsvæði á Grundartanga. Í tengivirkinu verða sjö 245 kV rofareitir.

Sægarðar 1

Aðveitustöð fyrir Veitur ohf. á tveimur hæðum, staðsteypt með léttu þaki, einangrað að utan og
klætt með litaðri álklæðningu. Botnplata er um 750 m2 og
efri hæð um 450 m2. Alls er gólfflatarmál húss því um 1.200 m2.

THOR Landeldi

Við Laxabraut í Þorlákshöfn er Alefli að reysa seiðaeldisstöð fyrir THOR Landeldi. Húsið er 1800m2 með 16 eldiskerjum, klakeldi og starfsmannaaðstöðu. Fyrsta skóflustunga var tekin sumarið 2024 og bygging hófst í október sama ár. Fyrstu seyðin komu í hús í mai 2025.

Hringhamar 6-8

Uppsteypa á kjallara undir 2 blokkir í Hringhamri 6-8 í Hafnarfirði. Húsið er staðsteyptur kjallari og 7 hæðir úr CLT einingum og stálgrind.

Borg í Grímsnesi

Stækkun Íþróttahússins á Borg í Grímsnesi.

Byggingin er á tveimur hæðum, heildarflatarmál er um 670m2. og tengist við austurgafl íþróttamiðstöðvarinnar Gert er ráð fyrir skrifstofum og stoðrýmum á efri hæð og góðri líkamsræktaraðstöðu og aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara á neðri hæð.  Vinna við verkið hófst í ágúst 2024 og áætluð verklok í desember 2025. Húsið er tilbúið að utan. Innandyra er verið að mála síðustu umferð á veggi, lagnavinnu er lokið og eftir er að leggja gólfefni á efri hæð. Á lóð er verið að steypa stoðveggi.

Samið við Alefli um byggingu íþróttahúss

Kauptún 1 ILVA

ILVA Lager

Sökklar, botnplata og uppsteypa á lager í Kauptúni 1 Garðabæ.

KIA umboðið

KIA umboðið Krókhálsi 13 í Reykjavík. Byggt árið 2018.

Höfðabakki 7

Endurbygging og breyting á Höfðabakka 7

Össur viðbygging

Össur Grjóthálsi

Alefli tók að sér að byggja við Húsnæði Össurar á Grjóthálsi í Reykjavík fyrir fasteignafélagið EIK.