Alefli ehf. byggingaverktakar var stofnað í febrúar árið 1993 og hefur verið rekið og í eigu sömu aðila allt frá upphafi, eða í 30 ár. Þeir eru húsasmíðameistararnir Arnar Guðnason og Þorsteinn Kröyer.

Uppgangur í byggingariðnaði og fjölgun viðskiptavina í gegnum árin varð til þess að fyrirtækið stækkaði og árið 2003 bættist Magnús Þór Magnússon, húsasmíðameistari, í hóp eigenda, en hann hafði starfað hjá fyrirtækinu um árabil.

Starfsmenn hafa margir hverjir starfað hjá fyrirtækinu til fjölda ára.

Samanalagður starfsaldur helstu stjórnenda er því mjög hár samanborið við mörg önnur verktakafyrirtæki í byggingastarfsemi.

Gæðatrygging og öryggismál
Alefli hefur á undanförnum árum leitast við að auka og bæta enn frekar innra gæðaeftirlit fyrirtækisins.

Til að byrja með voru verkefni Aleflis af þeim toga að fyrirtækið studdist mest við utanaðkomandi þjónustu gagnvart gæðaeftirliti á verkum sínum en með auknum umsvifum og fjölbreyttari verkefnum hefur þörfin aukist á innra gæðaeftirliti og hefur fyrirtækið brugðist við því með að tileinka sér viðurkennda vinnuferla og stuðst við gæðakerfi sem gefið er út af Samtökum iðnaðarins.

Hjá Alefli eru starfandi öryggisstjórar, eftirlitsmenn, einn skipaður af fyrirtækinu og annar kosinn af starfsmönnum.Þeirra verk er að sjá um að öllum öryggismálum sé fylgt eftir í hvívetna og farið eftir góðum verklagsreglum hvað varðar öryggismál.

Eigendur:

Arnar Guðnason, húsasmíðameistari.
Þorsteinn Kröyer, húsasmíðameistari.
Magnús Þór Magnússon, húsasmíðameistari.

Nöfn stjórnenda/stjórnskipulag:

Arnar Guðnason, löggiltur húsasmíðameistari, stjórnarformaður.
Þorsteinn Kröyer, löggiltur húsasmíðameistari, meðstjórnandi.
Magnús Þór Magnússon, löggiltur húsasmíðameistari, framkvæmdastjóri, verkefnastjóri.

Helga Jóna Hannesdóttir, Fjármálastjóri.

Ólafur Kristinn Magnusson, tæknifræðingur, verkefnastjóri.

Brynjar Árni Stefánsson, húsasmíðameistari, byggingafræðingur, verkefnastjóri.

Ólafur Einar Skúlason, húsasmíðameistari, verkefnastjóri.

Kristinn Þór Arnarsson, húsasmíðameistari, verkstjóri.
Gunnar Örn Richter, húsasmíðameistari, verkstjóri.

Bjarni Stefán Velbes, húsasmiður, verkstjóri.

Jón Kristinn Snorrason, öryggis-gæða og umhverfisstjóri.

Arnar Guðnason, Þorsteinn Kröyer og Magnús Þór Magnússon löggiltir, húsasmíðameistarar hafa allir  víðtæka reynslu af verkstjórn, byggingastjórn og vinnu við stór og smá verk í þau 30 ár sem þeir hefur starfað hjá og rekið Alefli ehf.

Alefli ehf. hefur víðtæka reynslu á verklegum framkvæmdum og segja má að á umliðnum árum hafi fyrirtækið ýmist byggt, breytt eða innréttað nánast allar gerðir húsnæðis og má þar nefna: íbúðir, hótel, verslunarhúsnæði, atvinnu- og skrifstofu-húsnæði sem og íþróttamannvirki.

Starfsfólk

ÞORSTEINN KRÖYER

Húsasmíðameistari
thorsteinn@alefliehf.is
Sími 6604471

MAGNÚS ÞÓR MAGNÚSSON

Húsasmíðameistari
magnus@alefliehf.is
Sími 6604472

ARNAR GUÐNASON

Húsasmíðameistari
arnar@alefliehf.is
Sími 6604470

HELGA JÓNA HANNESDÓTTIR

Fjármálastjóri
helga@alefliehf.is

ÓLAFUR KRISTINN MAGNÚSSON

Tæknifræðingur
okm@alefliehf.is

BRYNJAR ÁRNI STEFÁNSSON

Byggingafræðingur
brynjar@alefliehf.is

ÓLAFUR EINAR SKÚLASON

Húsasmíðameistari
olafure@alefliehf.is

JÓN KRISTINN SNORRASON

Öryggis-gæða og umhverfisstjóri
jon@alefliehf.is

A-vottun