Klafastaðir

Bygging á Tengivirki fyrir Landsnet. Verkið felst í byggingu á 590m2 stálgrindarhúsi með 150m2 steyptum kjallara, lagning aðkomuvegar og frágangur lóðar, staðsett á Klafastöðum
við iðnaðarsvæði á Grundartanga. Í tengivirkinu verða sjö 245 kV rofareitir.

Sægarðar 1

Aðveitustöð fyrir Veitur ohf. á tveimur hæðum, staðsteypt með léttu þaki, einangrað að utan og
klætt með litaðri álklæðningu. Botnplata er um 750 m2 og
efri hæð um 450 m2. Alls er gólfflatarmál húss því um 1.200 m2.

Borg í Grímsnesi

Stækkun Íþróttahússins á Borg í Grímsnesi.

Byggingin er á tveimur hæðum, heildarflatarmál er um 670m2. og tengist við austurgafl íþróttamiðstöðvarinnar Gert er ráð fyrir skrifstofum og stoðrýmum á efri hæð og góðri líkamsræktaraðstöðu og aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara á neðri hæð.  Vinna við verkið hófst í ágúst 2024 og áætluð verklok í desember 2025. Húsið er tilbúið að utan. Innandyra er verið að mála síðustu umferð á veggi, lagnavinnu er lokið og eftir er að leggja gólfefni á efri hæð. Á lóð er verið að steypa stoðveggi.

Samið við Alefli um byggingu íþróttahúss

Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum

Vatnstankur í Úllfarsfellshlíðum

Bygging á vatnstanki og tengihúsi í hlíðum Úlfarsfells fyrir Mosfellsbæ.

Höfðabakki 7

Endurbygging og breyting á Höfðabakka 7

Össur viðbygging

Össur Grjóthálsi

Alefli tók að sér að byggja við Húsnæði Össurar á Grjóthálsi í Reykjavík fyrir fasteignafélagið EIK.

Desjamýri 6

Skrifstofa, tæknideild og verkstæði Aleflis

Leikskólinn Sumarhús

Alefli byggir leikskóla fyrir Mosfellsbæ.

Leikskólinn Sumarhús var afhentur Mosfellsbæ við hátíðlega athöfn 26.júní 2025. Skólinn er um 1700m2 og sá Alefli um byggingu og fullnaðarfrágang á bæði lóð og húsi. Þetta er 5 deilda leikskóli með pláss fyrir 150 börn.

 

 

 

RARIK Selfossi

RARIK Selfossi

Höfuðstöðvar RARIK á suðurlandi, Larsenstræti 2-4. Skrifstofu, aðstöðu og lagerhúsnæði þar sem Alefli var aðalverktaki og sá um að byggja og fullgera hús og lóð.