Leikskóli Vefarastræti

Alefli byggir leikskóla fyrir Mosfellsbæ.

Alefli er aðalverktaki á uppsteypu og fullnaðarfrágangi á um 1680m2 leikskóla og tilheyrandi lóð að Vefarastræti 2-6 í Mosfellsbæ. Leikskólinn sem er á tveimur hæðum er staðsteypt bygging með álklæðningu að utan. Framkvæmdir hófust í ágúst 2023 og eru áætluð verklok sumarið 2025. Staðan í september 2024: Buið er að loka húsinu og verið að vinna við einangrun útveggja. Innanhúss er búið að setja upp allar milliveggjagrindur, gólfhitalagnir og flota yfir þær. Rafvirkjar, pípulagningarmenn og blikksmiðir eru að störfum. Unnið er að koma hita á húsið og ná rakastigi niður.