Leikskóli Vefarastræti

Alefli er aðalverktaki á uppsteypu og fullnaðarfrágangi á um 1680m2 leikskóla og tilheyrandi lóð að Vefarastræti 2-6 í Mosfellsbæ. Leikskólinn sem er á tveimur hæðum að hluta er staðsteypt bygging með álklæðningu að utan. Framkvæmdir hófust í ágúst 2023 og eru áætluð verklok sumarið 2025. Nú í febrúar 2024 er uppsteypa í fullum gangi, loftræsisamstæða er komin í húsið og búið að steypa veggi neðri hæðar að stærstum hluta og eins er búið að steypa gólfplötu annarar hæðar þar sem húsið er tvær hæðir.