Borg í Grímsnesi

Stækkun Íþróttahússins á Borg í Grímsnesi.

Byggingin er á tveimur hæðum, heildarflatarmál er um 670m2. og tengist við austurgafl íþróttamiðstöðvarinnar Gert er ráð fyrir skrifstofum og stoðrýmum á efri hæð og góðri líkamsræktaraðstöðu og aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara á neðri hæð.  Vinna við verkið hófst í ágúst 2024 og áætluð verklok í desember 2025. Húsið er tilbúið að utan. Innandyra er verið að mála síðustu umferð á veggi, lagnavinnu er lokið og eftir er að leggja gólfefni á efri hæð. Á lóð er verið að steypa stoðveggi.

Samið við Alefli um byggingu íþróttahúss