Uppsteypa á kjallara undir 2 blokkir í Hringhamri 6-8 í Hafnarfirði. Húsið er staðsteyptur kjallari og 7 hæðir úr CLT einingum og stálgrind.

Uppsteypa á kjallara undir 2 blokkir í Hringhamri 6-8 í Hafnarfirði. Húsið er staðsteyptur kjallari og 7 hæðir úr CLT einingum og stálgrind.
Stækkun Íþróttahússins á Borg í Grímsnesi.
Byggingin er á tveimur hæðum, heildarflatarmál er um 670m2. og tengist við austurgafl íþróttamiðstöðvarinnar Gert er ráð fyrir skrifstofum og stoðrýmum á efri hæð og góðri líkamsræktaraðstöðu og sjúkraþjálfara á neðri hæð. Vinna við verkið hófst í ágúst 2024 og áætluð verklok sumarið 2025. Búið er að loka húsinu og hluti glugga komnir í, einangrun er langt komin og byrjað að undirbúa klæðningu. Innivinna er í gangi, pípulögn raflagnavinna, málun og innveggjsmíði er í gangi.
ILVA Lager
Sökklar, botnplata og uppsteypa á lager í Kauptúni 1 Garðabæ.
KIA umboðið Krókhálsi 13 í Reykjavík. Byggt árið 2018.
Endurbygging og breyting á Höfðabakka 7
Stækkun móttökustöðvar Sorpu í Gufunesi.
Össur Grjóthálsi
Alefli tók að sér að byggja við Húsnæði Össurar á Grjóthálsi í Reykjavík fyrir fasteignafélagið EIK.
Skrifstofa, tæknideild og verkstæði Aleflis
Alefli byggir leikskóla fyrir Mosfellsbæ.
Alefli er aðalverktaki á uppsteypu og fullnaðarfrágangi á um 1680m2 leikskóla og tilheyrandi lóð að Vefarastræti 2-6 í Mosfellsbæ. Leikskólinn sem er á tveimur hæðum er staðsteypt bygging með álklæðningu að utan. Framkvæmdir hófust í ágúst 2023 og eru áætluð verklok sumarið 2025. Verið að vinna í lóð eftir því sem veður leyfir, byrjað á uppsetningu leiktækja. Innanhúss er uppsetningu milliveggja lokið. Málarar eru að byrja á lokaumferð málningar, rafvirkjar, píparar og blikkarar eru í frágangi. Unnið er í kerfisloftum og dúklögn. Hurðauppsetning í gangi.
Höfuðstöðvar RARIK á suðurlandi, Larsenstræti 2-4. Skrifstofu, aðstöðu og lagerhúsnæði þar sem Alefli var aðalverktaki og sá um að byggja og fullgera hús og lóð.