Starfsreglur skráningarráðs
1. Skráningarráðið er skipað til eins árs í senn og er starfstími þess frá 1. september til 31. ágúst.
2. Skráningarráð Gegnis skal velja sér formann á fyrsta fundi sínum.
3. Miðað skal við að skráningarráð haldi allt að tólf fundum á ári.
4. Formaður boðar til funda og sendir út skriflega dagskrá í tölvupósti til þeirra sem sitja fundinn, til formanns Aleflis og framkvæmdastjóra Landskerfis bókasafna með a.m.k. tveggja sólarhringa fyrirvara.
5. Formaður skráningarráðs eða ritari fundar skal senda út fundargerð innan viku frá því fundur var haldinn. Næsti fundur samþykkir endurskoðaða fundargerð og skal hún því næst birt á vefsíðum Landskerfis bókasafna; samþykktir sem varða skrásetjara skal kynna á póstlistanum Vöndu.
6. Framkvæmdastjóri Landskerfis bókasafna getur setið fundi skráningarráðs óski hann þess.