Skráningarráð

Fulltrúar Aleflis í skráningarráði 2017-2018
Áslaug Þorfinnsdóttir, Bókasafni Hafnarfjarðar
Rósa S. Jónsdóttir, Bókasafni Orkustofnunar
Þóra Sigurbjörnsdóttir, Borgarbókasafni

Netfang skráningarráðs: skraningarrad@landskerfi.is

Eldri fulltrúar í skráningarráði

Hlutverk skráningarráðs

 1. Að vera samstarfsvettvangur Landskerfis bókasafna og bókasafna landsins varðandi notkun og upp­bygg­ingu kerfisins hér á landi.
 2. Að vera Landskerfi bókasafna til ráðuneytis varðandi aðlögun og þróun Gegnis.
 3. Að marka stefnu, fylgjast með þróun og setja verklagsreglur um bókfræðilega skrán­ingu, meðferð flokks­talna og lyklun (efnisorðagerð og efnis­orða­gjöf) í samræmi við al­þjóð­legar reglur og staðla. Skráningarráð tekur saman lista um staðla, handbækur og þær reglur sem styðjast á við.
 4. Að móta aðferðir við að fylgjast með skráningu í kerfinu með það að markmiði að tryggja gæði og sam­ræm­ingu bók­fræðilegra gagna í kerfinu. Öllum sem skrá í Gegni ber að hlíta þeim reglum sem skrán­ingar­ráð setur og framfylgja mótaðri gæðastefnu.
 5. Að skilgreina þær kröfur, sem gerðar eru til skrásetjara, til að öðlast skráningar­heimild (mis­munandi rétt­inda­stig hugsanleg). Landskerfi bókasafna úthlutar einstaklingum skráningarréttindum í samræmi við kröfur skrán­ingarráðs og aftur­kallar þau ef tilefni reynist til. Skráningarráð sker úr um ágreinings­mál varðandi skráningarheimildir.
 6. Að skera úr um ágreining varðandi skráningu og efnislyklun (efnisorðagerð og efnisorða­gjöf).
 7. Að semja verklagsreglur um þróun kerfis­bundins efnisorða­lykils (thesaurus) sem byggir á Kerfis­bundnum efnisorðalykli fyrir bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar, 3. útg. (Rv. 2001) og Samningi um gerð kerfisbundinnar efnisorðaskrár milli menntamálaráðuneytis og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns dags. 4. september 2001. Enn­frem­ur að marka stefnu um notkun efnisorðalykilsins til að sem mest sam­ræm­ing náist í beitingu hans. Skrán­ingar­ráð skal velja hug­búnað sem hentar við gerð efnisorða­lykilsins þannig að hann verði aðgengilegur sam­starfsaðilum á Netinu.
 8. Að velja þau erlendu bókfræðilegu gagnasöfn sem aðgengi­leg verða í gegnum Lands­kerfi bókasafna.
 9. Að skipa í vinnuhópa um skráningu og efnislyklun eftir því sem þörf kref­ur, s.s. um skráningu á tón­listar­efni og stjórnarprenti og um lýsigögn, ennfremur um efnis­orðagerð fyrir bókmenntir, tónlist og sér­hæfða efnis­flokka á sviði vísinda og tækni.
 10. Að koma á verkaskiptingu milli safna eftir því sem tilefni er til, t.d. um skráningu og efnislyklun á efni í ís­lenskum tímaritum og um endanlega gerð skráningarupplýsinga á sérefnissviðum.
 11. Að hafa í samstarfi við Landskerfi bókasafna forgöngu um fræðslu um bókfræðilega skráningu og efnis­lyklun (efnisorðagerð og efnisorðagjöf) eftir því sem þörf krefur við rekstur bókasafnskerfisins.

Með skráningarráði starfa eftirfarandi þrír sérfræðingar (án atkvæðisréttar)

 • Starfsmaður frá Landskerfi bókasafna.
 • Ritstjóri efnisorða sem er starfsmaður Landsbókasafns Íslands – Há­skóla­bóka­safns. Rit­stjóri hefur dag­lega stjórnun efnisorða­samvinnu á hendi, þ.e. tekur við tillögum um efnisorð frá samstarfs­aðilum, full­mótar val­orð, vikorð og stigveldi og leggur tillögur fyrir skráningarráð til umfjöllunar og afgreiðslu.
 • Ritstjóri bókfræðigrunns Gegnis sem er starfsmaður Landsbókasafns Íslands – Há­skólabókasafns. Ritstjóri annast viðvarandi gæðaeftirlit með uppbyggingu bók­fræði­­­gagna, tekur við ábendingum og til­lögum frá sam­starfsaðilum og leggur fyrir skrán­ingarráð til umfjöllunar og afgreiðslu. Ritstjóri hefur umsjón með þjálfun varðandi skráningarþátt kerfisins.

Starfsreglur skráningarráðs

Erindisbréf skráningarráðs