Lög Aleflis

Lög Aleflis

I. Nafn og hlutverk
1. gr.

Félagið heitir Alefli og er samstarfsvettvangur safna sem njóta þjónustu Landskerfis bókasafna á Íslandi. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2. gr.

Hlutverk félagsins er:

a) að miðla reynslu milli safna og vera málsvari notenda þeirra kerfa sem Landskerfi bókasafna rekur,

b) að samhæfa óskir og kröfur á hendur Landskerfi bókasafna og forgangsraða þeim,

c) að fylgjast með og hafa áhrif á þróun þeirra kerfa sem Landskerfi bókasafna rekur,

d) að vera tengiliður við erlend notendafélög sambærilegra kerfa.

 

II. Aðild
3. gr.

Öll söfn sem eiga aðild að Landskerfi bókasafna eru aðilar að félaginu.

 

III. Stjórn
4. gr.

Fulltrúaráð notendafélagsins er skipað sjö til átta fulltrúum frá mismunandi safnategundum og komi þeir sem víðast af landinu. Skal einn vera frá Borgarbókasafni og einn frá öðrum almenningsbókasöfnum, einn frá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni og einn frá öðrum háskólabókasöfnum, einn frá grunnskólasöfnum og einn frá framhaldsskólasöfnum, einn frá stjórnsýslu- og sérfræðisöfnum og einn ef þurfa þykir frá öðrum þeim söfnum sem aðild eiga að Landskerfinu. Safnategundirnar skulu tilnefna fulltrúa sinn og einn til vara einum mánuði fyrir fulltrúaráðsfund hvert ár.

Fulltrúaráð skal halda fund minnst árlega. Fulltrúaráð kýs þriggja manna stjórn og einn til vara úr sínum hópi. Stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn, tveir aðalmenn annað árið og einn aðalmaður og einn varamaður hitt árið. Aðalmenn og varamenn mega sitja í tvö kjörtímabil samfellt. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórnin getur kallað áheyrnarfulltrúa frá Landskerfi bókasafna hf. á fundi ef hún telur þess þörf.

 

5. gr.

Verksvið stjórnar er:

a) að skipa starfshópa um ýmis verkefni ef þurfa þykir og að tilnefna fulltrúa í fagráð, nefndir og hópa,

b) að gera tillögur um fræðslu fyrir notendur í samvinnu við Landskerfi bókasafna hf.,

c) að skipuleggja árlegan fund fulltrúaráðs sem einnig er aðalfundur félagsins; hann skal haldinn fyrir 15. maí ár hvert,

d) að fara með málefni félagsins milli aðalfunda í samræmi við lög og samþykktir þess.

IV. Almennar notendaráðstefnur

6. gr.

Notendaráðstefnur skal halda í tengslum við ársfundi fulltrúaráðs.

V. Lagabreytingar og félagsslit

7. gr.

Breytingartillögur á lögum félagsins má aðeins bera fram á aðalfundi og skulu þær hafa borist stjórn fyrir 1. apríl.

8. gr.

Félaginu má aðeins slíta á aðalfundi ef 2/3 fundarmanna samþykkja. Eignir félagsins skulu renna til bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands.

 

Samþykkt á aðalfundi 27. apríl 2012

Eldri lög (2004-2012)