maí 30, 2011

Aðalfundur félagsins föstudaginn 27. maí

Aðalfundur Aleflis var haldinn föstudaginn 27. maí. Fundargerð frá honum mun birtast innan tíðar og skýrslur stjórnunareininga eru nú þegar komnar á vefinn.

Samráðsfundur stjórnar Aleflis og stjórnar Landskerfis bókasafna var haldinn miðvikudaginn 25. maí og notendaráðstefna félagsins verður haldin í haust eins og áður hefur komið fram.